Skurðstofur

Nú er svo mál með vexti að ég er einn þeirra skurðhjúkrunarfræðinga sem drógu uppsagnir sínar ekki tilbaka.  Hefðu uppsagnir á vaktakerfi okkar ekki verið birtar á sínum tíma, hefði ég aldrei farið að hætta, þetta hefur verið besti vinnustaður sem ég hefði getað ímyndað mér.  Núna hefur gangið á ýmsu á meðan verið var að finna lausn á þessu máli, og að lausnin hafi einungis fundist 2-3 klst fyrir miðnætti, og að stjórnendur hafi fyrst reynt að rétta fram sáttarhönd 2 dögum áður en uppsagnirnar tóku gildi er einfaldlega allt of seint.

Nú er ég bara komin með aðra vinnu, sem er í allt öðrum geira en ég hef áður unnið við, nefninlega öldrun.  Það er mun styttra fyrir mig í vinnu, og það munar um það, miðað við hvað bensínverðið er stöðugt að hækka.  Þetta verða mikil viðbrigði fyrir mig og einnig fyrir spítalann, því ég er ekki sú eina sem hætti núna.  Það eru 8 manneskjur sem ég veit um sem drógu ekki uppsagnir sínar til baka og er það 8,5% af hjúkrunarfræðingunum sem höfðu sagt upp.  Á deildum sem erfitt er að manna og svo tekur langan tíma að þjálfa manneskjur upp í þessi störf, þá er þetta hár fórnarkostnaður til að reyna að koma einhverju á sem vitað er að starfsfólkið mun ekki samþykkja.

Verð bara að koma því á framfæri að þetta hefur verið einstaklega stórt klúður!!!

Mun sakna ykkar á skurðstofunum í Fossvogi.  Sjáumst kannski seinnaSmile


Sýsli á Selfossi

Mér var bent á mjög áhugaverða grein í fréttablaðinu í dag, hún er á bls 24 og er skrifuð af konu sem lenti í bílslysi fyrir ári síðan.  Maðurinn hennar ók bílnum og einungis þau hjónin slösuðust í þessu slysi.  Hún þurfti síðan að vera í endurhæfingu í nokkra mánuði og þegar hún er búin að vera í vinnu í örfáa daga, hringir maðurinn hennar í hana og lætur hana vita að SS sé búinn að kæra hann fyrir slysið.  Það er sama hvað hún hefur reynt að höfða til SS, hvað þau hafi gengið í gegnum mikið í kjölfar slyssins, og hvað þetta muni hafa slæm áhrif á bata hennar, þá er SS búinn að bíta það í sig að kæra.

 Maður spyr sig af hverju???  Núna er þessi góða kona lögfræðingur og bendir á fullt af lögum sem nota mætti til að fella ákæruna niður.  Er eitthver sérstakt markmið hjá SS að taka þá fyrir sem hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika og níðast aðeins meira á þeim.

 Þetta er heldur ekki eina dæmið sem maður hefur heyrt um eða þekkir, og er ég komin á þá skoðun að dómsmálaráðuneytið ætti að taka það til athugunar hvort þessi maður sé starfi sínu vaxinn.  Persónulega efast ég stórlega um það!!!

Ég óska Helgu góðs gengis í baráttu sinni og góðs bata.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband