Færsluflokkur: Bílar og akstur
Mér var bent á mjög áhugaverða grein í fréttablaðinu í dag, hún er á bls 24 og er skrifuð af konu sem lenti í bílslysi fyrir ári síðan. Maðurinn hennar ók bílnum og einungis þau hjónin slösuðust í þessu slysi. Hún þurfti síðan að vera í endurhæfingu í nokkra mánuði og þegar hún er búin að vera í vinnu í örfáa daga, hringir maðurinn hennar í hana og lætur hana vita að SS sé búinn að kæra hann fyrir slysið. Það er sama hvað hún hefur reynt að höfða til SS, hvað þau hafi gengið í gegnum mikið í kjölfar slyssins, og hvað þetta muni hafa slæm áhrif á bata hennar, þá er SS búinn að bíta það í sig að kæra.
Maður spyr sig af hverju??? Núna er þessi góða kona lögfræðingur og bendir á fullt af lögum sem nota mætti til að fella ákæruna niður. Er eitthver sérstakt markmið hjá SS að taka þá fyrir sem hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika og níðast aðeins meira á þeim.
Þetta er heldur ekki eina dæmið sem maður hefur heyrt um eða þekkir, og er ég komin á þá skoðun að dómsmálaráðuneytið ætti að taka það til athugunar hvort þessi maður sé starfi sínu vaxinn. Persónulega efast ég stórlega um það!!!
Ég óska Helgu góðs gengis í baráttu sinni og góðs bata.
Bílar og akstur | 2.5.2008 | 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)