Sýsli á Selfossi

Mér var bent á mjög áhugaverða grein í fréttablaðinu í dag, hún er á bls 24 og er skrifuð af konu sem lenti í bílslysi fyrir ári síðan.  Maðurinn hennar ók bílnum og einungis þau hjónin slösuðust í þessu slysi.  Hún þurfti síðan að vera í endurhæfingu í nokkra mánuði og þegar hún er búin að vera í vinnu í örfáa daga, hringir maðurinn hennar í hana og lætur hana vita að SS sé búinn að kæra hann fyrir slysið.  Það er sama hvað hún hefur reynt að höfða til SS, hvað þau hafi gengið í gegnum mikið í kjölfar slyssins, og hvað þetta muni hafa slæm áhrif á bata hennar, þá er SS búinn að bíta það í sig að kæra.

 Maður spyr sig af hverju???  Núna er þessi góða kona lögfræðingur og bendir á fullt af lögum sem nota mætti til að fella ákæruna niður.  Er eitthver sérstakt markmið hjá SS að taka þá fyrir sem hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika og níðast aðeins meira á þeim.

 Þetta er heldur ekki eina dæmið sem maður hefur heyrt um eða þekkir, og er ég komin á þá skoðun að dómsmálaráðuneytið ætti að taka það til athugunar hvort þessi maður sé starfi sínu vaxinn.  Persónulega efast ég stórlega um það!!!

Ég óska Helgu góðs gengis í baráttu sinni og góðs bata.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þekki eldri hjón sem ólust upp fyrir vestan en þurftu hreinlega að flýa suður vegna sjúklegs eineltis sem umræddur maður á til að leggja fólk í að ég hef heirt svo of.

ELÍAS (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Sigrún Kjartansdóttir

Ég vil helst sleppa því að keyra austur fyrir fjall, heyrði af því í gær að hann hefði gengið það langt að fara að rífast í ófrískri konu fyrir það eitt að hafa GENGIÐ yfir á rauðu ljósi, skilst að hann hafi langað að handtaka hana fyrir það...

Sigrún Kjartansdóttir, 2.5.2008 kl. 18:39

3 identicon

hei skringill litli

mikið er gaman að heyra og sjá frá þér. húsvaktin þann 30 var spennuþrungin framan af skal ég þér segja. ég var alveg tilbúin að fara heim kl 24 en ekki varð úr því.

nú - þessi kall þanna á selfossi var á strangles tónleikunum á nasa í fyrra, það var yfirþyrmandi fyndið að finna hasslyktina slá fyrir vitum á dansgólfi og upp við nokkur borð - hann fattaði ekkert, var bara á tónleikum  sat við borð með kellingu og einhverjum og hafði gaman af (tónleikunum) þeir voru mjög góðir. en kallinn hann er greinilega einhvað efni í kleppara.

hjartans kveðjur og söknuður  - þín dóra

dóra (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband